Fara yfir á efnissvæði
Opna/loka valmynd
COVID-19 527-7600
Sálfræðingar Höfðabakka

Sálfræðingar Höfðabakka er samfélag sjálfstætt starfandi sálfræðinga.  Hjá okkur er saman komin mikil og fjölbreytt fagþekking og reynsla á sviði meðferðar, ráðgjafar, fræðslu og greiningarvinnu.  Við leggjum okkur fram við að veita skjóta og faglega þjónustu.

 

Vegna Covid-19

Hefur þú verið á skilgreindu hættisvæði Covid-19 undanfarnar vikur?  Ef svo er láttu þá sálfræðing vita áður en að tíma þínum kemur. (Upplýsingar um skilgreind hættusvæði má nálgast hér).

Ef þú ert með flensueinkenni, í sóttkví eða vilt síður vera á meðal fólks (t.d. vegna undirliggjandi sjúkdóms), láttu sálfræðing þinn þá vita.  Ef þú kýst þá er hægt að breyta tíma þínum í fjarsamtal í staðinn.

 

 

Staðsetning

Höfðabakki 9, 110 Reykkjavík

Höfðabakki 9 er tvær byggingar. Þegar komið er inn á svæðið er há bogadregin bygging á hægri hönd (A). Fyrir aftan hana er lægri bygging (B,C,D) þar sem meðal annars er pósthús, Íslandsbanki, ofl. fyrirtæki.

Sálfræðingar Höfðabakka eru í byggingu D, fyrir ofan Íslandsbanka, en gengið er inn baka til. Hægt er að aka hvort sem er hægra eða vinstra megin í kringum húsið þangað til þú kemur að inngangi sem er merktur Sálfræðingar Höfðabakka. Gangandi eða hjólandi vegfarendur geta farið um undirgöng við Íslandsbanka.