Fara yfir á efnissvæði
Opna/loka valmynd
Sterkari út í lífið Heimilisfriður COVID-19 527-7600
Sálfræðingar Höfðabakka

Áhyggjur og streita vegna Covid-19. Hvað ber að hafa í huga?

Fyrirmæli yfirvalda – fylgið þeim í hvívetna.  Fáðu staðreyndirnar á hreint og treystu þeim.  Hér má sjá helstu leiðbeiningar. 

Rútína - fylgdu þinni daglegu rútínu og láttu börnin þín gera það sama.  Reyndu eftir bestu getu að lifa eðlilegu lífi við þessar óeðlilegu aðstæður.

Skynsemi – Finndu skynsemisröddina þína og notaðu hana óspart þegar kemur að því að taka ákvarðanir eins og hvernig þú farir að því að skreppa í matvöruverslunina eða hvort þú farir í bíó.  Er aðstaða fyrir handþvott?  Getur þú tekið spritt með þér í bílinn?  Hvað ráðleggur landlæknir?

Stjórn - Einblíndu á það sem þú hefur stjórn á - í stað þess að hafa áhyggjur af því sem þú getur ekki stýrt.

Erfiðir tímar - Finndu sátt við ástandið eins og það er- erfiðir tímar koma og fara. Við gerum okkar besta til að komast í gegnum þá með því að nota skynsemi okkar og eigin visku -  og hikum svo ekki við að biðja um hjálp og stuðning þegar þess þarf.

Bjargráð - Hugaðu að öðrum bjargráðum sem hafa virkað áður þegar eitthvað hefur bjátað á í lífi þínu - ekki lamast í kvíðanum eða láta áhyggjuhaf gleypa þig.  Myndaðu smá fjarlægð á líðan þína svo þú getir skoðað hana betur, skilið hana og gert raunhæft plan um hvernig best er að bregðast við. 

Öndun - Ekki festast í streituöndun.  Reyndu að tengjast önduninni og leyfa henni að róast og dýpka.  Sjá gott myndband hér:

Félagsleg tengsl - Reyndu að viðhalda félagslegum tengslum á sama tíma og þú ferð eftir fyrirmælum yfirvalda.  Notaðu mögulega símann, skype og facetime meira en áður.

Svefn - Farðu snemma að sofa - passaðu vel upp á hvíld.  Hugur og líkami sem er vel hvíldur tekur betur á streitu í daglegu lífi.  Ekki gleyma að hreyfa þig.

Skjátími - Minnkaðu hann og ekki lesa fréttamiðla endalaust allan daginn.  Vertu meðvituð/meðvitaður um það sem er að gerast án þess að lifa og hrærast í því.

Að lokum – Mundu að einhver er kvíði eðlilegur og markmiðið er ekki að losna alveg við hann.  Markmiðið er að halda honum raunhæfum og leyfa honum ekki að verða meiri en efni standa til.  Ef þér finnst þú ekki ná að ráða við líðan þína þrátt fyrir ýmsar tilraunir leitaðu þá eftir aðstoð fagfólks.

Börn og unglingar - Fjölmargar aðferðir sem þjálfa upp bjargráð sem gagnast börnum, unglingum og fullorðnum er að finna hér á vefnum Sterkari út í Lífið

 

Tengt efni: