Fara yfir á efnissvæði
Opna/loka valmynd
Shb9 á Facebook 527-7600
Sálfræðingar Höfðabakka

Halldóra Björk Bergmann

Halldóra sinnir meðferð og ráðgjöf fullorðinna. Þau svið meðferðar og ráðgjafar sem hún hefur sinnt eru m.a. sálfræðileg greining, meðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati, sorg, áföllum, áfallastreituröskun, auk þess vandamálum tengdum samskiptum, streitu, áfengis- og vímuefnavanda. 

Halldóra hefur langa reynslu af kennslu, ráðgjöf, námskeiðahaldi og meðferðarvinnu. Sérhæfð í meðferðarvinnu áfallastreitu þar sem hún beitir EMDR áfallameðferð og hugrænni atferlismeðferð (HAM). Vinnur einnig með ACT-meðferð (Acceptance and Commitment Therapy).


Menntun
Halldóra útskrifaðist með Cand.Psych. gráðu frá Háskólanum í Árósum, Danmörku, árið 2000. Hún lauk sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center árið 2008. Á árunum 2010-2012 sótti hún þjálfun í EMDR-sálfræðimeðferð og meðferðarfræðum (EMDR er heildstæð sálfræðileg meðferð sem þróuð var til að vinna úr afleiðingum áfalla).
Halldóra er auk þess með starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi (H.Í. 1994), framhaldsskólakennari (1990) og tannfræðingur (1981). Þá hefur hún sótt fjölda námskeiða gegnum tíðina til að styrkja sig í sínu starfi.


Verkefni
Halldóra hefur rekið eigin sálfræðiþjónustu frá í Reykjavík frá árinu 2002 og á Selfossi á árunum 2002 - 2010. Hún starfaði sem sálfræðingur hjá Janusi endurhæfingu ehf. frá 2003 og byggði upp sálfræðiþjónustu hjá þeim. Hún hefur einnig starfað sem sálfræðingur hjá Akureyrarbæ í fjölskyldu- og félagsþjónustu og barnaverndarmálum og sem sálfræðingur á skólaskrifstofu Suðurlands.

 

Halldóra hefur haldið fjölda námskeiða í hugrænni atferlismeðferð (HAM) fyrir fólk með þunglyndi, kvíða og félagsfælni. Fyrirlestra um ACT (Acceptance and Commitment Therapy) og EMDR-áfallameðferð, kennt sálfræðiáfanga í framhaldsskólum. Þróaði og stóð fyrir sálfræðiþjónustu hjá Janusi atvinnuendurhæfingu.


Trúnaðarstörf
Halldóra hefur setið í stjórn og nefndum Félags sálfræðikennara og  er í fræðslunefnd Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga.