Fara yfir á efnissvæði
Opna/loka valmynd
Sterkari út í lífið Heimilisfriður COVID-19 527-7600
Sálfræðingar Höfðabakka

„Sterkari út í lífið" er verkefni hefur það að markmiði að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga með aðferðum sálfræðinnar. Vefsíða verkefnisins inniheldur fróðleik og fjöldan allan af verkfærum sem auðvelda foreldrum að taka á þessu heima.  Allt efni á síðunni er þróað af fagfólki.

Þá hefur Sterkari út í lífið haldið tvö málþing þar sem fluttir hafa verið fyrirlestrar um lífsgæði barna og unglinga. Stefnt er að því að samskonar málþing verði árlegur viðburður, en fylgjast má með fréttum af verkefninu á Facebook síðu þess. 

Sálfræðingar Höfðabakka er framkvæmdaraðili verkefnisins og verkefnisstjóri er dr. Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur. Hér má finna nánari upplýsingar um samstarfsaðila og framkvæmdahóp. Verkefnið hefur m.a. hlotið styrki frá Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Landlæknisembættinu, Mjólkursamsölunni og Landsbankanum.